Ef maður myndi gera lista yfir sanna sögufræga leiki, þá myndi Wolfenstein 3D pottþétt fá sæti þar! Hann er faðir allra nútíma fyrstu persónu skotleikja. Þú stjórnar Bandarískum njósnara sem er haldið föngnum í fangelsi Nasista. Verkefni þitt er einfalt - skjóta verðina, ná lyklum og finna leiðina að lyftunni. Á meðan þú ferð í gegnum borðin nærðu nýjum vopnum, og hittir nýja óvini. Ekkert stórfenglegt, en heldur leiknum örlítið áhugaverðum :) Landslagið er nokkuð raunvörulegt... myndir af Hitler, hakakrossar og þýsk merki úr Seinni Heimsstyrjöldinni fylgja þér út leikinn. Hvað grafíkina varðar, ef maður tekur það með í reikninginn að þetta var líklega einn af fyrstu þrívíddarskotleikjunum með myndir á yfirborðunum, þá verð ég að segja að hún er byltingarkennd fyrir sinn tíma. Leikurinn er í raun ekki í þrívídd, en gefur góða tilfinningu á að maður sé að hreyfa sig í ekta umhverfi. Hafðu í huga að þessi leikur keyrist mjúklega á 386 :) Hljóðin eru líka frábær. Bakgrunnstónlistin býr til gott andrúmsloft, og öskur Nasistanna munu sannarlega skjóta þér skelk í bringu öðru hverju. Að taka villt hliðarskref um herbergi og skjóta niður verði með schmeisser mun líklega veita þér gleði :)