Þetta er endurgerð af einum af fyrstu leikjunum sem Broderbund software gerðu einhvern tíman í krinum 1985. Hugmyndin sjálf er mjög frumleg og setur þig í hlutverk rannsóknarlögreglumanns frá Interpol.
Verkefni þitt er að klófesta glæpamenn. Á meðan rannsóknin þín fer fram, þá færðu að ferðast um heiminn, fara til mismunandi borga og rannsaka marga staði í þeim. Þú færð mismunandi gerðir af vísbendingum, sem þú notar svo til að fá handtökuskipun og ná glæpamanninum sem þú ert á eftir. Leikurinn heldur áfram á þann hátt að þú færð aldrei sama málið tvisvar! Möguleikarnir eru endalausir.
Hvað grafíkina varðar, þá er fullt af flottum myndum, sem tákna mismunandi borgir og kynningin er fullnægjandi. Eini hluturinn sem hefði mátt gera betur eru hljóðin sem eiga það til að endurtaka sig oft og eru mjög pirrandi. Að sjálfsögðu verðum við að taka það með í reikninginn að það að búa til PC hátalara hljóð „handvirkt“ tekur bæði mikinn tíma og er erfitt.
Að lokum, þá er ferðin í gegnum leikinn einföld, þannig að það ættu ekki að vera nein vandamál með það. Allt í allt, þá verða allir að prófa þennan leik.