Ég var vanur að spila þennan leik á fyrstu PC tölvunni minni, og ég man að ég varð háður mjög fljótt. Mér var gefinn hann af vini mínum sem var með öfluga tölvu og og spilaði nýja leiki. En það er ekki mikilvægt.
Þegar ég heyrði fyrst nafnið „chips“ (flögur) hélt ég að þetta myndi verða leikur með mat, en þegar ég spilaði hann uppgötvaði ég að „chips“ (flögur) væru eitthvað tengt vélbúnaði. Í þessum leik stjórnar þú litlum manni sem þarf að safna x mörgum örflögum til að opna leið í næsta borð. Fyrir leik frá árinu 1989, er þessi leikur frábær. Ekki halda að það eina sem þú þurfir að gera sé að ganga um og safna flögum...nei. Seinni borðin eru erfið, og þú verður að skipuleggja hvert skref vandlega svo þú getir klárað borðið. Í fyrstu borðunum eru vísbendingar, og ég mæli með því að þú lesir þær.
Það eru skrýmsli sem spanna allt frá boltum til hinna furðulegustu vera. Það eru 6 mismunandi gerðir af „jörð“, og þær hafa allar mismunandi áhrif á kallinn þinn. Sú fyrsta er venjuleg, næsta er drulla. Þessi hafa ekki áhrif á þig. Síðan er ís, eldur, vatn og svo eitthvað sem er eins og „færist-í-eina-átt“ skref. Til að komast í gegnum þær þarftu sérstaka skó. Passaðu þig að fara ekki yfir „gaurinn“ þar sem hann tekur alla skónna sem þú hefur. Hann getur einnig komið sér vel stundum.
Sumar aðrar vélar eru þær sem flytja þig um stað, takkarnir, hurðirnar og hringir sem þú festist á. Til að opna hurð þarftu að vera með lykil af sama lit og lásarmerkið á hurðinni. Fyrir hringina sem maður festist á, þarftu að ýta kubbum á taka sem gerir hringinn venjulegann. Ég gleymdi næstum...það eru líka sprengjur. Til að komast framhjá þeim þarftu að sprengja þær. Þú nærð því með því að ýta kubbum á þær eða kveikja á hlutum sem hreyfast á þær. Það eru líka flögur á bakvið hreyfanlega kubba. Stundum þarftu að ýta kubbum út í vatnið til að þú getir komist yfir og sótt flögurna þína.
Hvað grafíkina varðar, held ég að hún sé góð fyrir 1989 - kannski mjög góð. Það er valmöguleiki fyrir hljóðbrellur, en þær virka ekki á tölvunni minni þegar sá valmöguleiki er valinn. Það er bakgrunnstónlist sem hljómar frábærlega. Hún líkist tónlistinni í Charlie Chaplin myndunum.
Ég gef þessum leik 4 vegna þess að hann er frábær leikur fyrir 1989; samt sem áður, þrátt fyrir skrýmslin og ófyrirsjáanlegu hlutana, getur það orði svolítið einhæft að safna flögum. Það er mjög erfitt að komast framhjá seinni borðunum, og það tekur mikinn tíma og þolinmæði. Það sem myndi vera frábært ef það væri hægt að búa til ný borð, en það er ekki hægt.
Prófaðu þennan leik og þú verður ekki fyrir vonbrigðum. Hann er mjög skemmtilegur ef maður hefur ekkert að gera.
Takk, mouse31e, fyrir að láta mig fá þennan leik. :)