Þú vaknar líðandi dásamlega.
En líka, á óútskýranlegan hátt, undarlega.
Hægt, þar sem þú liggur á kaldri rúmábreiðunni, áttar þú þig á því að þú hefur ekki nokkra hugmynd um hvar þú ert. Hótelherbergi, við fyrstu sýn, en með gluggatjöldin fyrir. Þú veist ekki í hvaða borg, eða einu sinni í hvaða landi.
Síðan breytist tómið í HVAR ER ÉG? í hið stærra HVER ER ÉG? Þetta er spurning án svars. Minni þitt er sem opin bók -- með allar síðurnar tómar. Þú hefur ekkert nafn, ekkert heimilisfang, engar minningar af vinum eða ættingjum, enga skóla eða vinnu. Þú hefur.... MINNISLEYSI (Amnesia)
Svona byrjar leikur Thomas M. Disch, Amnesia; þú nakinn á hótelrúmi með engar minningar. Þú staulast úr rúminu, þín eina hugsun er að uppgötva hver og hvar þú ert. Þitt fyrsta verk verður að komast óséður út úr hótelinu, ekki auðvelt þar sem þú ert algjörlega nakinn. Til að gera hlutina verri, þá eru líka þjálfaðir morðingar á eftir þér. Hvers vegna? Þú veist það ekki. Og ég mun ekki segja þér það heldur. Markmið leiksins er, að sjálfsögðu, að uppgötva hver þú ert, en líka stöðva þá sem eru að reyna að ráða þig af dögum. Söguþráðurinn verður dýpri með hverri hreyfingu þinni.
Viðmótið í leiknum er mjög gott. Þar sem það er bara texti á svörtum bakgrunni, þá er mikilvægt að textinn sé mjög nákvæmur. Og hann er það. Þar sem ég er ekki stærsti aðdáandi þessara textaleikja (Ég vil horfa á fallegt landslag og sjá alla hlutina í leiknum), kom það mér mjög á óvart að ég var gjörsamlega dreginn inn í söguna í leiknum frá því augnabliki sem ég steig út úr rúminu. Textinn lýsir öllum sögusviðum með hnitmiðaðri nákvæmni, og þú munt ekki eiga í nokkrum vandræðum með að komast í gegnum þau. Þú munt þó vilja vista leikinn öðru hverju. Þegar allt kemur til alls, þá er verið að elta þig.
Sem auka bónus kemur leikurinn með mjög nákvæma STATUS (ástands) lýsingu. Hérna muntu sjá hvað þú ert með af hlutum, peningum, heilsu, hvar þú ert, hvaða dagur er, hvað klukkan er og hvað þú ert með af stigum. Það seinasta er mjög sniðugt þar sem því er skipt upp í 3 mismunandi undirhópa; rannsóknarstig, persónustig og þraukarastig. Þessi mini aukast miðað við gerðir þínar. Meðan þú liggur á rúminu; ef þú stendur upp strax - ertu þraukari, ef þú lítur í kringum þig og reynir að muna hluti - ertu rannsakari, o.s.frv. Heildarstig þín munu verða summa af þessum þrem gildum. Þessir undirhópar segja líka að þú getur spilað leikinn frá mismunandi sjónarhornum í hvert skipti sem þú spilar hann.
Til að safna því saman... 5+ einkunn og stærstu meðmæli sem ég get gefið. Þessi leikur mun halda þér fyrir framan skjáinn, hvort sem þér líka textabyggðir leikir eða ekki.